LPG REYKJAVÍK

LPG REYKJAVÍK

Hvað er LPG?

Við notumst við svokallaða „endermologie” aðferð, með tæki sem heitir LPG Alliance. Alliance er nýjasta LPG tækið á markaðnum. Meðferðin eykur súrefnisflæði til húðarinnar, kemur blóðflæðinu af stað og örvar sogæðakerfið. Það hjálpar til við að losa um og mýkja bólgur, bandvef, hnúta og stíflur. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð (Cellulite) og erfiðri fitusöfnun. Húðin verður stinnari og laus húð þéttari.

Meðferðir

LPG Reykjavík býður uppá meðferðir, bæði fyrir líkama og andlit. Meðferðirnar  eru fyrir fólk á öllum aldri og öllum kynjum. LPG tæknin getur líka verið áhrifarík fyrir íþróttafólk þar sem hún vinnur gegn bólgum og verkjum, eykur blóðflæði og losar um stíflur í sogæðakerfinu.

Gjafabréf LPG Reykjavík

Gjafabréf í LPG er frábær gjöf sem hentar öllum. Gjafabréfið gildir í allar meðferðir og á öllum vörum LPG. Við aðstoðum einnig við að finna meðferð og vörur sem hentar hverjum og einum. 

Hafið samband við okkur ef þið óskið eftir að kaupa gjafabréf.

Vörur

Við seljum einnig vörur frá LPG Endermologie, en þeir hafa nýtt þekkingu og tæknina sem þau hafa á húðinni í að þróa hágæða næringar -og húðvörur með náttúrlegum innihaldsefnum. 

Sparaðu með korti

Til að hámarksárangur náist er best að koma í nokkur skipti. LPG Reykjavík býður uppá 15, 10 og 5 tíma kort í meðferðir með allt að 25% aflslætti af meðferðum. 

Umsagnir

Bókaðu tíma

Bókaðu tíma í meðferð í gegnum Noona.