Um okkur

LPG Reykjavík býður uppá hágæða meðferðir með nýjustu tækjum og tækni frá LPG Endermologie. Hjá okkur starfa sérþjálfaðir starfsmenn með margra ára reynslu, diplómu og þjálfun frá höfuðstöðvum LPG í Frakklandi.

Hvað er LPG?

Við notumst við svokallaða „endermologie” aðferð, með tæki sem heitir LPG Alliance. Alliance er nýjasta LPG tækið á markaðnum. Meðferðin eykur súrefnisflæði til húðarinnar, kemur blóðflæðinu af stað og örvar sogæðakerfið. Það hjálpar til við að losa um og mýkja bólgur, bandvef, hnúta og stíflur. Tækið vinnur vel á appelsínuhúð (Cellulite), erfiðri fitusöfnun . Húðin verður stinnari og þéttari.

Gagnsemi LPG

 • Vinnur á appelsínuhúð og erfiðum fitusvæðum.
 • Minnkar ummál.
 • Vinnur á örum, slitum og örvefjum.
 • Eykur blóðflæði.
 • Losar um bólgur í vefjum.
 • Losar um vöðvabólgu.
 • Eykur framleiðslu verkja og vellíðunar hormóns líkamans.
 • Losar stíflur í sogæðakerfinu.
 • Hjálpar líkamanum að afeitra sig sem m.a. losar um bjúg og aðra vökvauppsöfnun.
 • Stinnir og þéttir húð.
 • Eykur framleiðslu á kollagen, elastín og hyaluronic-sýru í húð.
 •  Vinnur vel á verkjasvæðum og gigt.
 • Mýkir vöðva og flýtir fyrir endurheimt. 
 • Gott fyrir eða eftir átök eins og löng hlaup og keppnir

34 ára reynsla

110 lönd

145 óhaðar rannsóknir

200.000 manns í meðferð daglega

Tæknin

Endermologie meðferðin hefur hlotið viðurkenningu hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (F.D.A) sem áhrifaríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húðinni.

Þessi tækni hefur verið notuð í yfir 30 ár. Fleiri en 200.000 meðferðir eru gerðar daglega um allan heim.

LPG hefur sl. 25 ár verið að þróa og betrumbæta meðferðir sínar.  Við hjá LPG Reykjavík leggjum áherslu á að uppfæra tækjabúnað og þekkingu starfsfólks til að uppfylla þær kröfur sem LPG setur hverju sinni. Tækninni fleygir ört áfram á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, og því mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum upp á meðferðir í nýjustu og mest þróuðu tækni sem fáanleg er í dag.

Umsagnir